Smárarimi - hraðakstur

Smárarimi - hraðakstur

Setja þrengingar, spegla á götuhorn, hraðahindranir og annað sem dregur úr hraðakstri í götunni og minnkar hættu sem skapast í götunni daglega. Eitthvað þarf að gera við götuna til þess að tryggja öryggi íbúa á öllum aldri.

Points

Smárarimi er mjög löng gata og keyra bílar þarna daglega langt yfir hraðatakmörkunum. Fyrir bíla sem koma úr hliðargötum myndast blindhorn vegna hárra girðinga húsa við götuna og oft hefur ekki miklu munað að um stórslys væri að ræða - bæði árekstur bíla sem og að bílar keyri á gangandi vegfarendur þá sér í lagi börn. Hætta til hægri gildir í Smárarima sem eykur enn á hættu sem skapast vegna hraðaksturs.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information