Ég vil gjarnan fá merktar gangbrautir (sebrabraut) yfir Langarima. Það hafa aldrei verið mektar gangbrautir á götunni, það eru nokkrar hraðahindranir sem sennilega eiga líka að vera gangbraut en það er mjög sjaldan sem bílstjórar stoppa fyrir gangandi vegfarendum við þær.
Gangbrautarmerkingar vantar allsstaðar í Grafarvoginn
Við Langarima eru nokkrar hraðahindranir sem sennilegast eiga að þjóna bæði því að hægja á umferð og vera gangbraut. Málið er að það er sárasjaldan sem stoppað er fyrir gangandi vegfarendum á þessum hraðahindrunum. Á nokkrum stöðum við götuna er gert ráð fyrir að fólk fari yfir en það er ekkert merkt svo bílstjórar stoppa að sjálfsögðu ekki þar. Ég vil því fá merktar gangbrautir yfir Langarima því það stuðlar að öryggi gangandi vegfarenda.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation