Hreinsum Grafarvog af Lúpínu
Ógjörningur er að ganga í gegnum svæði sem lúpínan hefur lagt undir sig sums staðar einn og hálfur meter á hæð. Þar sem hún er mjög þétt er lággróður horfinn, sjálfsáning plantna birki og víði ekki lengur og einungis gamlar trjáplöntur standa upp úr lúpínubreiðunni. Lúpínan er að breyta ásýnd náttúrunnar við Grafarvog og hindra umferð gangandi fólks utan göngustíga. Ég vil endurheimta íslenska landslagið við Grafarvog og losna við lúpínu og kerfil.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation