Trjágróður á Selhrygg.

Trjágróður á Selhrygg.

Hvað viltu láta gera? Skipulagning trjásafns og gróðursetning trjáa á Selhrygg Hvers vegna viltu láta gera það? Reykjavíkurborg í samstarfi við Skógræktarfélag Reykjavíkur hvatti íbúa á jaðarsvæðum til gróðursetningar og útvegaði plöntur einkum birki árið 1985. Myndarlegur vísir að trjásafni er nú á svæðinu. Hugmyndin er sú að í tengslum við verkefnið "Malarstígagerð á Selhrygg" sem framkvæmd verður í sumar verði skipulag frekari gróðursetninga hannað. Einnig plantað eftir því sem fjármagn leyfir. Á svæðinu er mikið um lúpínu sem hefur aukið frjósemi landsins verulega. Sjálfsánir berjarunnar og eldri gróðursetningar íbúa sýna að trén vaxa mjög vel. Þar sem áður var melur og moldarflag er nú forsenda fyrir lystigarð sem nú þegar hefur mikið aðdráttarafl. Þessari þróun er brýnt að fylgja eftir með hönnun svæðisins til að auka enn notagildi þess. Hönnunin beinist að því að vera leiðbeinandi um staðsetningu trjáa og tegundaval. Rétt væri að planta nokkru magni af lykiltegundum t.d. reynitegundum og sýrenum sem hægt væri að fylgja eftir með frekari gróðursetningum á komandi árum.

Points

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin var metin tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2019. Einungis er hægt að stilla 25 tækum hugmyndum upp til kosninga á hverju ári. Haldin voru opin hús í hverfum borgarinnar í samstarfi við þjónustumiðstöðvar borgarinnar þar sem íbúar fengu að stilla upp kjörseðli með því að veita allt að 25 hugmyndum atkvæði sitt. Þessi hugmynd rataði því miður ekki í uppstillingu þetta árið. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Lúpínan hefur verið að sækja í sig veðrið en í raun verið að undirbúa jarðveginn fyrir trjárækt. Lúpínan hefur kæft berjalyngið sem var þarna og því væri kjörið að planta berjarunnum (rifsber, sólber, kirsuber, ...) í rjóður milli hávaxnari trjáa. Það myndi auka fuglalíf til muna. Ég er mjög fylgjandi þvi að skipuleggja ræktunina meira en nú er.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information