Leikvöll fyrir aftan Jöklasel 1-3

Leikvöll fyrir aftan Jöklasel 1-3

Hvað viltu láta gera? Setja upp leikvöll. Hér væri tilvalið að setja upp skemmtilegan leikvöll fyrir öll börnin sem búa hérna í nálægð og þau sem eiga leið hjá. Nóg pláss væri til að setja upp skemmtilega þrautabraut, rennibraut og rólur. Hvers vegna viltu láta gera það? Þetta er autt svæði. Nýbúið er að taka niður 6 aspir. Tilvalið að setja upp leikvöll fyrir öll börnin sem búa hérna í hverfinu. Það er ekki hægt að fara með börnin inn á leikvöll Jöklaborgar á virkum dögum vegna leikskólastarfsins. Væri tilvalið að bæta flottum leikvelli við hérna á þessari lóð. Myndi létta börnum og foreldrum lundina að fá fallegan leikvöll til að eiga góðar stundir saman.

Points

Tekin voru falleg tré niður og gengið illa frá - Hér vantar gróður og fallegt umhverfi en ekki dauðann reit.

Nei takk - kýs frekar að fá trjágróður og fuglasöng. Það eru mörg okkar sem sárnaði að fallegu tréin sem stóðu þarna hafi verið hoggin í burtu án þess að það hafi komið til kosninga eða nokkurrar viðræðna við íbúa húsins Jöklasel 1-3. Það er stutt í næsta leiksvæði - það glittir í hann þarna á milli húsanna. Það er líka heill leikskóli hér fyrir framan húsið okkar sem börnin hafa aðgang að eftir lokun á virkum dögum og um helgar. Mér þætti vænt um að fá gróðursæla vin þarna á milli húsanna.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2019. Skipulagsferill þessa verkefnis er of langur fyrir tímaramma verkefnisins Hverfið mitt. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi aðila. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information