Bætt umferðaröryggi við Laufásborg

Bætt umferðaröryggi við Laufásborg

Hvað viltu láta gera? Uppsetning staura á gangstéttarbrún fyrir framan leikskólann Laufásborg Hvers vegna viltu láta gera það? Algengt er að fólk leggi upp á gangstétt fyrir framan Laufásborg þar sem bílar takmarka útsýni barna sem þvera götuna og valda slysahættu. Orðið hafa slys þarna vegna þessa. Starfsfólk leikskólans hefur sett upp veifur og snúrur til að sporna við þessu en einfalt er að leysa málið varanlega með staurum við gangstéttarbrún sem koma í veg fyrir að fólk leggi þarna með þessum hætti

Points

Bráðnauðsynlegt!

Mikilvægt öryggismál

Mjög mikilvægt!

Einföld og ódýr leið til að auka öryggi barna.

Auka öryggi barnanna á Laufásborg, lítið fólk sér ekki bíl sem er að aka inn götuna þegar fyrir er annar kyrrstæður bíll uppi á gangstétt.

Það skapast slysagildra í hvert sinn er einhver leggur á gangstéttinni og myndi auka öryggi að setja staura þarna.

Engin rök finnast á móti þessari bráðnauðsynlegu tillögu sem hefði átt að koma til framkvæmda fyrir löngu. Takk fyrir að koma í veg fyrir framtíðarslys.

Mikilvæg öryggisráðstöfun. Ódýrt, en skilar árangri. Verndum börnin takk!

Öryggi barna og fjölskyldna er lykilatriði. Gjöra svo vel og þjóna því takk.

Hugmynd þessi var metin tæk af fagteymi sérfræðinga frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Allar tækar hugmyndir voru í framhaldi sýndar á opnum húsum í hverfum Reykjavíkurborgar á tímabilinu 3. - 13. júní, þar var þessi hugmynd valin til þess að vera á kjörseðli þíns hverfis. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information