Fagurt umhverfi í stað bifreiðastæða

Fagurt umhverfi  í stað bifreiðastæða

Hvað viltu láta gera? Breyta bílaplani því sem er staðsett bak við Hallveigarstíg 1 og verslunina Súper 1 í unaðsreit með trjám, blómum, leiktækjum og listaverkum fyrir börn og fullorðna þar sem einnig er gert ráð fyrir pop-up mörkuðum og listrænum útigjörningum. Hvers vegna viltu láta gera það? Á þessu svæði er umgengni ömurleg, drasl út um allt, mengun mikil og skrílslæti allar helgar vegna ölvunar þeirra sem sækja öldurhús þau sem eru í nágrenninu. Rannsóknir víða um heim hafa sýnt fram á, að þar sem lagður er metnaður í að fegra umhverfi þar eykst virðing þeirra sem umgangast viðkomandi svæði og hegðun fólks breytist til batnaðar. Skv. opinberri stefnu þá hvetja borgaryfirvöld til umhverfisvænni lifnaðarhátta og fækkun einkabíla og með því að breyta bílastæðum í gróðursvæði og fallega reiti sem laða að fólk, eru borgarbúar hvattir til að ferðast meira fótgangandi og njóta betur grænna svæða.

Points

Fegurra og betra mannlíf skapast með framkæmd þessarar hugmyndar

Takk fyrir. Vonandi verður gert nýtt deiliskipulag sem miðar að því að laða fólk aftur til búsetu hér í 101. Flótti íbúa er gríðarlegur m.a.vegna ónæðis gesta öldurhúsa sem taka gjarnan yfir miðbæinn.

Gæti skapað skemmtilega hliðargötu stemmingu í verslunarhúsnæðunum þarna og gert hverfið mannlegra.

Þrælar bílsins gætu séð eftir þeim örfáu bílastæðum sem tapast við framkvæmd hugmyndarinnar

Þetta er afbragðshugmynd að mínu mati og leysir mörg vandamál á einu bretti ásamt því að stuðla að því að gera miðbæinn fegurri og mannvænni. Iðnaðarmannareiturinn hefur því miður verið vanræktur hingað til sem valdið hefur slæmri umgengni og ónæði til handa íbúum á svæðinu sem staðsett er í hjarta miðborgarinnar og hefur alla burði til þess að verða borgarprýði í stað þess sorglega og niðurnýdda svæðis sem hann er í dag.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Þessi hugmynd krefst deiliskipulagsbreytingar og rúmast því ekki innan tímaramma verkefnisins. Kosningarnar fara fram 31. október - 14. nóvember nk. á www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information