stytta af Ilmi Kristjánsdóttur í gervi Hinriku úr ófærð

stytta af Ilmi Kristjánsdóttur í gervi Hinriku úr ófærð

Hvað viltu láta gera? Ég vil láta setja styttu af Ilmi Kristjánsdóttur þar sem hún myndi vera í gervi Hinriku úr ófærð (s.s. með stóru lögguhúfuna og því öllu saman). Staðsetningin er ekki aðalmálið en flott væri að hafa hana á miðju Klambratúni þar sem hún gæti staðið vörð sérstaklega á sumrin þegar mikið er um fólkið á Klambratúni. Þetta held ég að gæti verið sniðugt til þess að minna fólk ungt sem og aldrað að löggan er mannleg og gerir mistök og gengur í gegnum erfiðleika alveg eins og við almúginn. Hvers vegna viltu láta gera það? Vegna þess að Hinrika snerti hjörtu okkar allra í sjónvarpsþáttarröðinni Ófærð og einmitt eins og ég kom inná þá held ég að þetta muni hjálpa okkur að sjá hlutina í öllu frá mismunandi sjónarhornum. List getur einmitt snúist um að fá okkur til þess að hugsa og það væri pælingin með þessu. Þegar við liggjum í sumarblíðunni á Klambratúni að þá meigum við einmitt ekki gleyma okkur einungis í hugsunum varðandi okkur sjálf heldur muna að hugsa líka um aðra og vera góð við náungann. Hinrika myndi klárlega hjálpa okkur við það.

Points

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2019. Styttur af mannfólki í almenningsrými eru að jafnaði valin að undangenginni samkeppni á meðal listamanna og eru þeim þá gefnar frjálsar hendur hvað varðar útfærslu hugmynda. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október -14. nóvember nk. á www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information