Hvað viltu láta gera? Það vantar hljóðfæri í Spennistöðina, félags og menningarmiðstöð miðborgarinnar. Hvers vegna viltu láta gera það? Flygill í félags og menningarmiðstöð er nauðsynlegur fyrir tónleikahald auk þess sem hann myndi nýtast í tónlistarkennslu Austurbæjarskóla og í starfi Skólahljómsveitar Vestur- og Miðbæjar
Spennustöðin er fallegur staður þar sem börn og fullorðnir njóta góðra samvista við margs konar tilefni. Vandað hljóðfæri í salnum myndi án efa auka enn á gæði þessa samkomustaðar.
Sem kennari við Skólahljómsveit Vesturbæjar og Miðbæjar get ég staðfest að hljómburður í húsinu er frábær. Gott hljóðfæri og þá sérstaklega flygill myndi auka mjög mikið nýtingarmöguleika salarins fyrir tónleika og aðra viðburði með nemendum Skólahljómsveitarinnar sem og fyrir aðra nemendur skólans.
Það væri frábært að hafa flygil í spennistöðinni og geta þannig notað hana fyrir tónleikahald bæði Skólahljómsveita og annarra. Einnig væri hægt að halda þar kóræfingar eða spila undir fjöldasöng í veislum!
Hugmynd þessi var metin tæk af fagteymi sérfræðinga frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Allar tækar hugmyndir voru í framhaldi sýndar á opnum húsum í hverfum Reykjavíkurborgar á tímabilinu 3. - 13. júní, þar var þessi hugmynd valin til þess að vera á kjörseðli þíns hverfis. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation