Moltugerð fyrir almenning

Moltugerð fyrir almenning

Hvað viltu láta gera? Ég vil fá aðstöðu til að fara með lífrænan heimilisúrgang til moltugerðar. Svipað og gert er við gras og annan garðaúrgang. Hvers vegna viltu láta gera það? Mig langar að sjá aðstöðu útbúna, til þess að hægt sé að fara með lífrænan úrgang frá heimilum og búa til moltu sem fólk hefði aðgang að. Hægt væri að hafa gám eins og gras og annar garðaúrgangur er settur í og fólk gæti komið með sitt framlag í bréfpoka sem myndi líka nýtast til vinnslunnar. Þessi gámur þyrfti trúlega að vera með loki til að verja innihaldið en svo væri þetta spurning um útfærslu. Stöðin sem Sorpa er að stefna á gæti opnað einhvern tíma en ég hef trú á að ef vilji væri fyrir hendi væri þetta vel hægt. Þetta væri ein útfærslan í áttina á "minni matarsóun" meira að segja gætu verslanir farið með "ónýtt" grænmeti og ávexti og fullnýtt það á þennan hátt í stað þess að farga því. Á þessu græða allir, ekki síst náttúran sjálf.

Points

Nú þegar búið er að fækka sorplosun úr á 7 daga fresti í 10-14daga fresti eru sorpgeymslur t.d. í Seljahverfi of smáar fyrir allar tunnurnar sem þarf til að safna daglegu sorpi í. Gott væri að boðið væri enfaldlega uppá "tunnur til moltugerðar" sem annan kost í stöðunni.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk til kosningar en verður send sem ábending á skrifstofu umhirðu og reksturs. Kosningarnar standa yfir dagana 31. október - 14. nóvember nk. á www.hverfidmitt.is Mundu að stjörnumerkja þína uppáhalds hugmynd og gefa henni þannig tvöfalt vægi!

myndi minnka magn almenns rusl frá heimilum. Ef moltukassinn er staðsettur hjá hverfastöðinni er þetta í leiðinni hjá flestum og ef ekki - í leiðinni - þá fáum við ágætist heilsugöngu út úr því að fara með úrganginn í moltuna :-)

Mjög góð hugmynd, gott fyrir okkur og náttúruna

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information