Hvað viltu láta gera? Færa gangbraut við Jaðarsel. Gangbraut er í dag við eldri göngustíg en nú er kominn nýr göngustígur sem liggur frá Kópavogi og yfir í Seljahverfið. Nýi göngustígurinn er mun meira notaður, m.a. af hjólreiðarfólki og vespum. Þessir aðilar fara beint yfir götuna fyrir neðan göngustíginn, þeir eru ekki að nota gangbrautina sem er lengra frá. Svo ekki sé talað um börn sem fara þarna yfir. Í myrkri er skyggni lélegt á þessu svæði og engar merkingar um að þarna sé farið yfir götu. Bílar keyra hratt þarna og hægja ekki á sér fyrr en komið er að gangbrautinni/hraðarhindrun. Hvers vegna viltu láta gera það? Bætt öryggi. Hjólreiða fólk og vespur fara þarna yfir á miklum hraða. Það er léleg lýsing þarna og mikil hætta á árekstri.
Frábær hugmynd hjá Kolbrúnu, gangbrautin ætti að vera í beinu framhaldi af göngustígnum sem er mikið notaður yfir í Kópavoginn.
Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin var metin tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2019. Einungis er hægt að stilla 25 tækum hugmyndum upp til kosninga á hverju ári. Haldin voru opin hús í hverfum borgarinnar í samstarfi við þjónustumiðstöðvar borgarinnar þar sem íbúar fengu að stilla upp kjörseðli með því að veita allt að 25 hugmyndum atkvæði sitt. Þessi hugmynd rataði því miður ekki í uppstillingu þetta árið. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation