Hvað viltu láta gera? Opna aðstöðu þar sem heimilislausir geta verið á daginn t.d. með aðstöðu til að leggja sig , þvo af sér , fá létta máltíð og fara í sturtu. Hvers vegna viltu láta gera það? Svo heimilislausir hafi athvarf og þurfi ekki að vera úti í öllum veðrum.
Frábær hugmynd
Mjög nauðsynlegt verkefni - mæli eindregið með því
frábær hugmynd.
Hér er um að ræða afar nauðsynlega ábendingu og ber gott vitni um mannkærleika. Það fólk sem til dæmis fær næturgistingu á Lindargötu hefur ekki athvarf lungað úr deginum. Sagt að í sumum tilvikum leiti það sér skjóls í bílastæðishúsum og er Vitatorg nefnt í því sambandi, sem ekki er til góða hvorki fyrir aldraða íbúa né fyrir hina heimilislausu.
Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018 þar sem verkefnið sem um ræðir í hugmyndinni er í öðru ferli innan borgarkerfisins og því ekki hægt að kjósa um það að svo stöddu. Hugmyndinni verður vísað sem ábendingu inn í það ferli. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation