Hvað viltu láta gera? Borgin skaffi skátafélögunum í Breiðholti viðunandi aðstöðu undir starf sitt. Hvers vegna viltu láta gera það? Til að efla tómstundastarf í Breiðholti. Ef skátunum væri tryggt viðunandi húsnæði myndi það renna styrkari stoðum undir starfsemi þeirra og um leið hafa jákvæð áhrif á framboð tómstundastarfs fyrir börn og unglinga í hverfinu.
Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk til kosningar. Það er ekki á færi verkefnisins Hverfið mitt að skaffa húsnæði. Kosningarnar standa yfir dagana 31. október - 14. nóvember nk. á www.hverfidmitt.is Mundu að stjörnumerkja þína uppáhalds hugmynd og gefa henni þannig tvöfalt vægi!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation