Fleiri Bílastæði

Fleiri Bílastæði

Hvað viltu láta gera? Ég óska eftir því að það verði gerð bílastæði í kringum Hverfisgötuna sem eru ekki í Bílastæðahúsum. Ég er íbúi á Hverfisgötu 102a og er með íbúakort en fæ næstum því aldrei bílastæði nálægt heimilinu mínu og þarf að ganga langar vegalengdir með innkaupapoka jafnvel alveg frá Skúlagötu. Hvers vegna viltu láta gera það? Það eru örfá bílastæði fyrir íbúa á þessu svæði vegna nýbygginga og einhvers staðar þarf maður að geta lagt bílnum í eins mikilli nálægð við heimilið og hægt er af því að oft er maður á leiðinni heim með þunga matvörupoka og fær hvergi stæði. Þetta ætti að vera forgangsmál.

Points

Það þarf að gera íbúum kleift að vera með sín sérstæði, þar sem við borgum nú þegar ákveðið gjald fyrir þau, og fleiri en einn bíl pr íbúð. Hafa þetta pr íbúa með lögheimili en ekki pr íbúð. Nú þegar lokun Laugavegar fyrir umferð er að fara í gang munu þessir bílar bara leita upp á Grettis og Njálsgötu og þá munu allir íbúar missa sín stæði.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2019. Fjölgun bílastæða er stefnumál sem stöðugt er til umfjöllunar og úrvinnslu. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information