Í miðborg Reykjavíkur skáhallt á móti Ráðhúsinu er ljótt einkabílastæði. Þar stendur jafnframt eitt fallegasta tré Reykjavíkur, hinn frægi Garða-Hlynur. Hættum að gera einkahagsmunum (og einkabílnum) hátt undir höfði, lokum þessu bílastæði og sendum viðkomandi i Ráðhúskjallarann eða þá kannski bara á hjólgarm, gerum svo fallegan grænan reit í anda Alþingisgarðsins (girtur vegna umferðarinnar) og heiðrum elsku Hlyninn sem er einsog sorgleg myndbirting lagsins Big Yellow Taxi. Og svo mætti lika i leiðinni lata stóru gulu taxana okkar hætta að krækja hornið a Vonarstræti og Suðurgötu og finna þeim aðra leið, þetta er stórhættulegt 😵
VEL TIL FUNDIÐ AÐ FEGRA SVÆÐIÐ KRINGUM GARÐAHLYN - SEM KU VERA Í EIGU HAPPDRÆTTIS HÁSKÓLANS, SEM MEINAR UTANAÐKOMANDI UM BÍLASTÆÐI ÞAR ÞÓ SVO NÓG SÉ PLÁSSIÐ OG BÍLASTÆÐIÐ, SEM ER EKKI OPNAÐ FYRIR ALMENNING FYRR EN EFTIR KL. 19:00, VIRKA DAGA, SÉ NÁNAST AUTT FRÁ KL. 16:00.
EN HVAR EIGUM VIÐ SEM BÚUM Á TJARNAR- OG SUÐURGÖTU, ÁN EINKABÍLASTÆÐIS, AÐ LEGGJA BÍLNUM OKKAR? ÞVÍ VIÐ TJARNARGÖTUNA ER NAUMLEGA HÆGT AÐ FINNA STÆÐI Á DAGINN, OG NÁNAST ALDREI Á KVÖLDIN. ÞÁ KYNNI BORGIN AÐ SVARA ÞVÍ TIL: SELDU BÍLINN. SEM ER ÁGÆTIS RÁÐ NEMA FYRIR ÞÆR SAKIR AÐ Í MIÐBÆNUM ER ENGA MATVÖRUBÚÐ AÐ FINNA FYRIR UTAN TVÆR OKURBÚÐIR (10/11 OG KVOSIN).
Þetta bílastæði er ekki bara tímaskekkja heldur hugsanaskekkja, og það mættu vera fleiri grænir reitir i borginni
Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin var metin tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2018. Einungis er hægt að stilla 25 tækum hugmyndum upp til kosninga á hverju ári. Hverfisráð fór yfir tækar hugmyndir og þessi hugmynd rataði því miður ekki í uppstillingu þetta árið. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation