Káratorg á mótum Frakkastígs og Njálsgötu, rétt fyrir ofan Laugaveg er fjölfarinn staður þar sem fólk sest út með kaffibolla og bakaríisbrauðið af vinsælu stöðunum í götunni en því miður er allt að drabbast niður. Þarna eru lítil sjarmerandi fyrirtæki allt í kring og með blómakerjum og smá aðhlynningu mætti gera torgið aðlaðandi fyrir bæði íslendinga og ferðamenn.
Rós í hnappagatið fyrir vaxandi túrisma í Reykjavík sem þarf ekki að kosta mikið fyrir borgina
Fallegt torg sem margir sitja á sólardögum og njóta Reykjavík, þarf ekki að kosta mikið fyrir borgina.
Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018. Skipulagsferill þessa verkefnis er of langur fyrir tímaramma verkefnisins Hverfið mitt. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi aðila. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
Upplifun viðskiptavinar byrjar áður en komið er inn í verslun. Allra hagur að gefa torginu smá uppliftingu.
Smá máling og smá gróður myndir gera þetta torg æði ♡ er með verslun bið torgið og það er leiðinlegt að horfa á torgið verða ljótari með hverjum mánuði
Þarf ekki mikið til að gera torgið romó og sætt 🌻🌼🌺
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation