Gönguljós yfir Njarðargötu

Gönguljós yfir Njarðargötu

Bætum samgöngur gangandi fólks um Þingholtin og Skólavörðuholt, og aukum öryggi barna á ferð um hverfið. Setjum gönguljós ofarlega á Njarðargötuna til þess að gera börnum kleift að fara örugg yfir þessa löngu tengigötu í miðri íbúðabyggðinni sem iðulega er ekið of hratt um miðað við hámarkshraða.

Points

Njarðargatan hefur alla tíð verið varhugaverð gata fyrir gangandi vegfarendur Þingholta- og Skólavörðuholts. Þar sem gatan er löng og hentug tengibraut aka bílar iðulega of hratt miðað við hámarkshraða, þrátt fyrir að þröngar íbúðagötur liggi að og bílastæði liggi upp með allri götunni. Við og nálægt götunni eru tveir stórir leikskólar. Mörg börn ganga um Njarðargötu á leið í Austurbæjarskóla eða í skólabíla. Gönguljós eða trygg gangbraut er nauðsynleg svo börn geti farið örugg um hverfið.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018 þar sem verkefnið sem um ræðir í hugmyndinni er í öðru ferli innan borgarkerfisins og því ekki hægt að kjósa um það að svo stöddu. Hugmyndinni verður vísað sem ábendingu inn í það ferli. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Ég er hjartanlega sammála því að öryggi fólks í kringum götuna megi bæta. Ég tel þó að með því að setja gönguljós sé gefin ákveðin viðurkenning fyrir því að fólk aki hratt, illa og á óöruggna hátt í götunni. Frekar tel ég að fara þurfi í víðtækar aðgerðir til að hægja á umferð um götuna, setja skýrar gangbrautir yfir götuna sem gefa betur til kynna að gangandi vegfarendur hafi forgang. Vandamálið er of hraður akstur og því tel ég að leysa eigi þann vanda.

Hjartanlega sammála, þarna vantar örugga leið yfir fyrir gangandi vegfarendur og börn sér í lagi. Það má svo gjarnan fara í frekari hraðaminnkandi aðgerðir til viðbótar gönguljósum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information