Í dag er gras umhverfis flugbrautirnar á Reykjavíkur flugvelli. Grasið laðar að sér gæsir allan ársins hring sem skapar hættu fyrir flugvélarnar sem nota flugvöllinn. Til að varnast slysum vegna þeirra er allskonar búnaður í kringum flugbrautirnar, svo sem gervi-byssuhvellir, gaggandi raf-tófur og starfsmenn sem keyra brautirnar fram og til baka á bíl til að stugga við gæsunum. Gæsirnar eru hins vegar klára og fljúga bara einn hring og lenda aftur 10 mín síðar. Gervigras meðfram brautunum leysir þennan vanda. (mætti reyndar útfæra þetta líka á umferðareyjum til að losna við sláttur þar)
Sparar grassláttur, gæsirnar hætta millilendingum þarna því þær láta ekki bjóða sér gervigras, nágrönnum hættir að bregða við byssuskot og tófu gagg eftir háttamál, íþróttafélög bæjarins vita hverjum þeir geta selt gervigrasið sem þau eiga í dag og keypt sér nýtt fyrir börnin, sparar bensín og mílur á jeppann sem eltist við gæsirnar að óþörfu, hægt að selja byssuhvellsvélina og tófu-gaggið hæstbjóðanda, frjókornaofnæmir berjast við færri frjó,...
Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2018 þar sem verkefni hugmyndarinnar er ekki innan verkefna eða valdheimilda Reykjavíkurborgar eða ekki á borgarlandi. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation