Víða í Danmörku má finna skemmtilega leikvelli sem hver hefur sitt þema. Börnum þykir fátt skemmtilegra en að sulla í vatni og við erum svo heppin á Íslandi að eiga nóg af hreinu vatni. Gaman væri að fá einn slíkan leikvöll en fyrirmynd má t.d. finna í Fælledparken í Kaupmannahöfn. Á góðviðrisdögum er hægt að leika sér léttklæddur í vatninu en hina dagana í góðum pollagalla.
Þessi hugmynd var sameinuð við hugmyndina „Frumskógur fyrir börn; við Hallgrímskirkju t.d“ sem er í kosningu.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation