Það er kominn tími til að endurskoða og endurhanna leiksvæðið í Hljómskálagarði. Leikvöllurinn hentar illa yngstu börnunum, þau geta ekki klifrað sjálf upp í annars fullomnu rennibrautirnar fyrir yngstu börnin. hringekjuskálarnar eru líka þannig að þau geta ekki klifrað sjálf upp í þær. Það vantar leiktæki og umhverfi fyrir yngstu börnin þar sem þau fá frelsi til leiks. Leiksvæðið á Klambratúni er gott dæmi um vel heppnað leiksvæði fyrir yngstu börnin. Það mætti svo gera enn meira fyrir eldri börnin á svæðinu fyrir framan þar sem klifurgrindin og trampólínin eru. Mér þætti gaman að sjá heilsteypt, ævintýralegt leiksvæði þar sem börn á öllum aldri finna eitthvað skemmtilegt fyrir sig. Fyrir þau yngstu, næst bekkjunum og svo stærra og ævintýralegra svæði fyrir eldri börnin lengra út á túnið.
Hljómskálagarðurinn er frábært útivistarsvæði fyrir fjölskyldur og má gera enn betur.
Það væri frábært að sjá leiksvæði fyrir allan aldurshóp. Það væri skemmtilegt að bæta í hljómskálagarðinn Petanque völlum, ásamt steyptum borðum og stólum þar sem hægt er að spila skák og kotru. Ef þetta væri á svipuðu svæði og leikvöllurinn fyrir yngri kynslóðina, gæti þetta skapað einstaklega gott og fallegt svæði þar sem yngri og eldri kynslóðirnar mætast.
Hugmynd þessi var metin tæk af umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hugmyndin fór í framhaldi fyrir hverfisráð. Lokaniðurstaðan er sú að þessi hugmynd er ein af þeim 25 sem kosið verður um í haust 2018 í þínu hverfi. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation