Bætt þjónusta við börn með námserfiðleika

Bætt þjónusta við börn með námserfiðleika

Gera úttekt á þjónustu og stuðningi við börn með námserfiðleika. Börn sem eru með alls kyns geðgreiningar og skoða sérstaklega vel hópinn sem eru tornæm þ.e. sem eru með vitsmunaþroska 70 - 85. Þetta er fjölbreyttur hópur sem hætt er við að fái ekki þjónustu og stuðning við hæfi. Leggja þarf mat á hvaða námsaðlögun hentar best og veita kennurum og öðrum fagstéttum svigrúm til að mæta þörfum þessa hóps með auknu fjármagni í sérúrræði af ýmsu tagi. Auka framboð námsgagna fyrir þennan hóp.

Points

Sjálfstraust nemenda hrynur hæglega þegar nemandinn finnur að hann ræður ekki við námsefnið. Vanmáttarkenndina má breiða yfir með ólátum - vanmáttarkendin getur líka leitt til þess að nemandinn dregur sig enn meira í hlé. Besti almenni námsárangur í grunnskóla sem ég hef kynnst í gegnum tíðina er í grunnskóla þar sem strax er gripið inn í þegar í ljós kemur að nemandinn ræður ekki við námsefnið eða skilur það ekki nægilega vel til að geta nýtt þekkingu sína í öðrum aðstæðum.

Nemendur með ýmsar geðgreiningar ss. einhverfu, ADHD, Tourette, tilfinningaraskanir og tornæmir nemendur eru að öllum líkindum sá hópur sem er fjölmennastur í hópi brottfallsnemenda þegar komið er á framhaldsskólastig. Nægir að vitna í doktors rannsókn Sigrúnar Harðardóttur sem er lektor við félagsráðgjafadeild HÍ. Með snemmtækri íhlutun strax á fyrstu árum skólagöngu ásamt aukinni og betri þjónustu og stuðningi er hægt að byggja upp sjálfstraust þeirra og undirbúa þau betur fyrir framhaldsnám.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information