Styrkja bóklega stöðu Lesblinda barna

Styrkja bóklega stöðu Lesblinda barna

hjálpa þeim að finna sig í bóklega náminu sem myndi stirkja stöðu þerra til framhaldsnáms og skrfstofustarfa..

Points

Það er alltof mikið um að lesblindir gefist upp í námi. Lesblinda er í ótal mörgum afbrigðum og tveir lesblindir nemendur í sama bekk eiga ekki endilega við sambærilega erfiðleika að etja. Það er brýnt að greina lesblindu á hvaða aldursstigi sem þeir eru þegar þeir tjá sig um vanda sinn. Kennarar þurfa að vera vakandi fyrir vandanum. Þjóðfélagið getur misst af stórhugum og algjörum snillingum á ýmsum sviðum á meðan ekki er meira gert í því að aðstoða lesblinda við að ná góðum tökum á lestri.

ég er agalega lesblind og fór ekki að lesa mér til ánægju fyrr en ég var 15 ára.. gekk illa í framhaldsnámi .. slasaðist og neyddst til að hætta að vinna líkamlega vinnu og að finna mig í einhverju sem ég gæti unnið við á skrifstofu.. ég fann mig í vef forritun og margmiðlun (graffík,skiltagerð, bæklingar) og svo píndi ég mig í bókhaldsnám hjá NTV (sem ég komst að svo að var bara mjög skemtilegt með rétta hópinum) vantar betri áheirslu að lesblind börn finni sig með aðlöguðu námi.

vinnumarkaðurinn er því miður ekki skilningsríkur gagnvart lesblindu fólki.. ég tek það ekki fram í ferrilskrá að ég sé lesblind en ég geri það viljandi að hafa einstakar villur í cv mínu bara til að vinnuveitandi viti hvað hann er að ráða .. ef það truflar hann/hana þá á ég heldur ekkert erindi í vinnu hjá þeim. ég hef nefnilega fullt að bjóða, mikla þekkingu og vinnu færni.. fordómar frá vinnuveitanda þarf ég ekki á að halda.

ég var síðast í námi fyrir 3 árum síðan að reyna að klára stúdent og það var alveg jafn ervitt (ég náði ekki að klára.. féll í tvemur áföngum) og þegar ég var í barnaskóla fyrir 20 árum síðan .. menta stefnan hentar ekki öllum .. það læra ekki allir á sama hátt. það passa ekki allir kubbarnir í gegnum þríhyrnta gatið. bara þeir sem sem voru sniðnir að því .. hinir sitja eftir.

þetta virðist vera feimnismál á vinnumarkaðinum, það eru margir lesblindir, margir í stjórnendastöðu jafnt og almennir starfsmenn.. það eru allir tilbúnir að ræða þetta en engin vill taka á þessu á vinnumarkaðinum hræddir um að vera eirnamerktir síðri einstaklingar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information