Öflug kennsla fyrir erlend börn sem nýflutt eru til landsins

Öflug kennsla fyrir erlend börn sem nýflutt eru til landsins

Aukin áhersla á stuðning við nám barna sem ekki hafa íslensku að móðurmáli. Skipulögð verði endurmenntun kennara til að gera þá hæfari til að skipuleggja nám í bekkjum þar sem ekki tala allir sama móðurmál.

Points

Ég tek undir skrif Hilmars hér á síðunni. Margir átta sig ekki heldur á þvi að þó að erlendir nemendur nái furðu fljótt tökum á almennu íslensku máli, þá vantar oft mjög á hugtakaskilning - jafnvel hugtökum úr daglegu máli. Þetta blekkir - við teljum að börnin skilji námsefnið. Þetta getur líka við um börn sem hafa fæðst hafa hér á landi en eiga erlent foreldri. Sem lítið dæmi má nefna að oft þarf myndefni til svo þau geti skrifað stutta sögu þegar aðrir geta samið út frá minningum sínum.

Skyldunámsskóli hefur sömu skyldur gagnvart öllum sínum nemendum. Möguleikar erlendra barna í reykvískum skólum eru mjög langt frá því að vera sambærilegir við möguleika þeirra sem hafa íslensku að móðurmáli. Stóraukin áhersla á stuðning við íslenskunám (og eftir atvikum móðurmálsnám) erlendra barna ætti að vera forgangsmál á þeim tímum sem við lifum. Breyttur nemendahópur krefst nýrra viðhorfa og nýrra áherslna.

😁😀😀😀😀😩

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information