Bráðger börn

Bráðger börn

Lítið er gert fyrir börn sem gengur vel, þau dregin niður í "miðjumoð" og ná ekki að halda áfram og svala fróðleiksfýsn sinni. Alger synd. Því finnst mér markmiðið ætti að vera skóli fyrir alla, því við erum ekki öll eins og vissa aðgreiningu þarf til að ná þessu markmiði. Þetta er ávinningur fyrir öll börn skólans.

Points

Í stórum bekkjardeildum blandaðra nemendahópa vilja bráðgerir nemendur alltof oft verða útundan varðandi þá athygli sem okkur kennurum ber að veita þeim. Ólæti og óhefluð framkoma er oft tengd við nemendur sem ráða ekki við námsefnið - eða nemendur með almenn hegðunarvandamál. Staðreyndin er nú samt sú að nemandi sem fær ekki námsefni við hæfi, þ.e. námsefni sem reynir nægilega á hug hans og færni, sá nemandi verður leiður - hefur ekkert að gera og verður þess vegna hugsanlega með ólæti.

Við erum misjöfn að upplagi, þarfir okkar eru misjafnar. Til að öllum börnum gangi vel að tileinka sér námsefnið þarf að taka tillit til þess. Lítið rætt um þarfir þeirra sem vel gengur enda "auðveldustu" nemendurnir, lítið fyrir þeim haft og taka lítinn tíma kennarans. Þessi börn fá alltof litla hvatningu og er fróðleiksfýsn þeirra og getu til að tileinka sér þekkingu lítið sem ekkert sinnt. Látið nægja að þau ljúki miðjumarkmiðum menntastefnunnar. Þessi börn eru líka með sérþarfir :)

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information