Raunvísindi eru skemmtileg, spennandi og skapandi og má uppfæra kennsluaðferðir í þeim. Góður grunnur í stærðfræði og raunvísindum opnar margar dyr, þau eru grundvöllur nýsköpunar og nauðsynlegt verkfæri til að finna lausnir fyrir framtíðina. Áhersla mætti vera lögð á að betrumbæta aðferðafræðina við stærðfræði- og aðra raungreinakennslu svo íslenskir nemendur standi vel að vígi og með opinn hug gagnvart raungreinum þegar þeir fara í framhaldsskóla.
Ingvi Hrannar, til að svara spurningu þinni, þá er átt við það sem stendur: að breyta aðferðafræðinni, þ.e. að breyta kennsluaðferðum þ.a. þær virki betur en núverandi aðferðir sem virðast virka illa miðað við árangur nemenda í þessum fögum. Það má breyta aðferðunum þannig að kennslan verður áhugaverðari, skemmtilegri en umfram allt árangursríkari. Þá verður að sjálfsögðu að notast við sannreyndar aðferðir. Sem dæmi gæti það verið framkvæmd tilrauna, kennslumyndbönd, gagnvirkur hugbúnaður o.fl.
Ég sé ekki hver tillagan er.... "Betrumbæta aðferðafræðina við stærðfræði- og aðra raungreinakennslu".... Hvað þýðir þetta? Getur einhver sem setti 'hjarta' á þetta útskýrt hvað verið er að meina eða hvernig þau skilja þetta?
Mikilvægt fyrir samfélagið að fá raunvísindamenntað fólk og verður kennslan á grunnskólastigi að gera raungreinar aðlaðandi.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation